Bryndís Rún Hansen
Bryndís Rún Hansen
Bryndís Rún Hansen lauk í gær keppni á heimsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem haldið er í Búdapest í Ungverjalandi. Bryndís Rún keppti í gærmorgun í undanrásum í 50 metra flugsundi og endaði í 31. sæti af 58 keppendum.

Bryndís Rún Hansen lauk í gær keppni á heimsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem haldið er í Búdapest í Ungverjalandi. Bryndís Rún keppti í gærmorgun í undanrásum í 50 metra flugsundi og endaði í 31. sæti af 58 keppendum. Hún synti á tímanum 27,17 sekúndum en til þess að komast í undanúrslitin þurfti að synda á 26,34 sekúndum. Bryndís á Íslandsmetið í greininni, 26,68 sekúndur, sem hún setti á Evrópumeistaramótinu í London í fyrra en þá komst hún í undanúrslit og hafnaði í fimmtánda sæti.

Bryndís tók þátt í þremur greinum í Búdapest og varð þar í 30. sæti í 100 metra skriðsundi og í 32. sæti í 100 metra flugsundi.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í síðustu greinum sínum á HM í Búdapest, Ingibjörg í 50 metra skriðsundi og Hrafnhildur í 50 metra bringusundi. Síðasti keppnisdagur mótsins er á morgun. vs@mbl.is