29. júlí 1928 Ekið var á bifreið á leið frá Borgarnesi og yfir Kerlingarskarð. Í Stykkishólmi var ökumanni og farþegum „tekið með kostum og kynjum sem eðlilegt er, því þangað hefur bíll aldrei komist áður,“ sagði í Morgunblaðinu. 29.

29. júlí 1928

Ekið var á bifreið á leið frá Borgarnesi og yfir Kerlingarskarð. Í Stykkishólmi var ökumanni og farþegum „tekið með kostum og kynjum sem eðlilegt er, því þangað hefur bíll aldrei komist áður,“ sagði í Morgunblaðinu.

29. júlí 1977

Þýskur bankaræningi, Ludwig Lugmeier, var handtekinn í Reykjavík með 277 þúsund mörk. Hann hafði verið eftirlýstur erlendis en dvalið á Íslandi í nokkra mánuði með falsað vegabréf.

29. júlí 1982

Leitarmenn á Skeiðarársandi töldu sig hafa fundið gullskipið Het Wapen van Amsterdam, sem fórst árið 1667. Síðar kom í ljós að flakið var af þýskum togara sem strandaði þarna árið 1903.

29. júlí 2000

Snorrastofa í Reykholti var opnuð formlega, að viðstöddum norsku konungshjónunum og forseta Íslands. Konungur sagði að án Snorra Sturlusonar hefðu Norðmenn vitað minna um sögu sína.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson