Við Kárahnjúka Vatnshæð í Hálslóni er mun meiri en á sama tíma í fyrra.
Við Kárahnjúka Vatnshæð í Hálslóni er mun meiri en á sama tíma í fyrra. — Morgunblaðið/RAX
Horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar eru með allra besta móti og engin þörf á takmörkun afhendingar á raforku er fyrirsjáanleg, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins.

Horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar eru með allra besta móti og engin þörf á takmörkun afhendingar á raforku er fyrirsjáanleg, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins.

Þórisvatn, sem er miðlunarlón fyrir virkjanir á Þjórsársvæðinu, er við það að fara á yfirfall. Vatnsstaðan er sex metrum hærri en á sama tíma í fyrra.

Í Hálslóni, sem er miðlunarlón fyrir Fljótsdalsstöð, er vatnsstaðan fimm metrum hærri en á sama tíma í fyrra. Vantar átta metra á að lómið fari á yfirfall. Byrjað var að hleypa vatni framhjá Jökulsárveitu á fossa í Jökulsá í Fljótsdal um miðjan júní.

Í Blöndulóni, sem er miðlunarlón fyrir Blöndustöð, er vatnshæðin 6 metrum meiri en í fyrra. Styttist í að lónið fari á yfirfall.

Það sem af er þessu vatnsári hefur tíðin verið mjög hagfelld rekstri miðlana og staða þeirra er einstaklega góð, segir á heimasíðu Landsvirkjunar. sisi@mbl.is