Fjall John Snorri hefur klifið mörg af hæstu fjöllum heims.
Fjall John Snorri hefur klifið mörg af hæstu fjöllum heims.
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Rétt fyrir klukkan 11 í gærmorgun varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til þess að klífa tind næsthæsta fjalls í heimi, K2.

Vilhjálmur A. Kjartansson

vilhjalmur@mbl.is

Rétt fyrir klukkan 11 í gærmorgun varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til þess að klífa tind næsthæsta fjalls í heimi, K2.

Þrátt fyrir að vera lægra en Everest hafa einungis um 300 manns klifið K2 enda talið eitt erfiðasta og hættulegasta fjall heims.

Ferðin niður er þá alls ekki hættulaus, en að sögn þeirra sem fylgjast náið með för Johns Snorra stefnir hann í dag alla leið niður í grunnbúðir, en hann var í gær staddur í fjórðu búðum.

John Snorri gekk til styrktar Lífi – styrktarsjóði og segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, að um mikið afrek sé að ræða. „Við höfum fylgst með honum frá því hann lagði af stað og þetta er stórkostlegur árangur hjá honum.“ 4