Kim Jong-un
Kim Jong-un
Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft í tilraunaskyni í gær, að sögn stjórnvalda í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Japan. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði að flaugin hefði verið langdræg og farið um 1.000 km.

Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft í tilraunaskyni í gær, að sögn stjórnvalda í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Japan. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði að flaugin hefði verið langdræg og farið um 1.000 km. Fréttaveitan Yonhap í Suður-Kóreu sagði að flaugin hefði lent í Austurhafi, sem einnig er nefnt Japanshaf.

Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu og Japans voru kölluð saman vegna eldflaugartilraunarinnar.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjaher höfðu varað við því að Norður-Kóreumenn væru að búa sig undir að skjóta eldflaug á loft. Þeir ollu miklu uppnámi 4. júlí þegar þeir skutu á loft langdrægri eldflaug sem talið er að geti dregið allt að 8.000 kílómetra, m.a. til Alaska. Kim Jong-un, leiðtogi einræðisstjórnar N-Kóreu, lýsti flauginni sem gjöf til „bandarísku illyrmanna“.