1:2 Alexander Freyr Sindrason fyrirliði Hauka með boltann í gær. ÍR-ingurinn Sergine Modou Fall sækir að honum.
1:2 Alexander Freyr Sindrason fyrirliði Hauka með boltann í gær. ÍR-ingurinn Sergine Modou Fall sækir að honum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Haukar höfðu betur gegn ÍR á útivelli, 2:1, í 14. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Alexander Helgason skoraði sigurmark Hauka þegar komið var fram á 84. mínútu.

Haukar höfðu betur gegn ÍR á útivelli, 2:1, í 14. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld.

Alexander Helgason skoraði sigurmark Hauka þegar komið var fram á 84. mínútu.

Sergine Fall kom ÍR yfir eftir 16 mínútna leik en Aron Jóhannsson jafnaði á 31. mínútu og sá til þess að staðan í hálfleik var 1:1.

Eins og áður segir skoraði Alexander Helgason sigurmarkið, sex mínútum fyrir leikslok.

Haukar fóru upp í fimmta sætið með sigrinum og er liðið aðeins fjórum stigum frá Keflavík sem er í öðru sæti deildarinnar.

ÍR er hins vegar í tíunda sæti, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti. johanningi@mbl.is