— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skátar frá um 60 löndum brugðu á leik í miðborg Reykjavíkur í gær ásamt Götuleikhúsi Hins hússins.
Skátar frá um 60 löndum brugðu á leik í miðborg Reykjavíkur í gær ásamt Götuleikhúsi Hins hússins. Buðu þeir borgarbúum upp á stærsta „flash-mob“ Íslandssögunnar, en dansað var á Skólavörðustígnum í anda upphafsatriðis myndarinnar La la land til að ýta undir aukinn náungakærleik um heim allan.