Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifar athyglisverða grein í sumarhefti Þjóðmála 2017, tímarit um þjóðmál og menningu, undir fyrirsögninni „Óþol gagnvart andstæðum skoðunum og...

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifar athyglisverða grein í sumarhefti Þjóðmála 2017, tímarit um þjóðmál og menningu, undir fyrirsögninni „Óþol gagnvart andstæðum skoðunum og vantraust.“

Óli Björn rifjar upp í grein sinni hvernig Píratar ítrekað hafi komið fram í fjölmiðlum og víðar og hótað að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ríkisstjórnir, forseta Alþingis og nú síðast í lok maímánaðar á dómsmálaráðherra, þegar Alþingi gekk frá skipan dómara á grunni tillögu dómsmálaráðherra, án þess að standa við „hótun“ sína.

Píratar stóðu ekki við „hótun um vantraust. Aldrei hefur komið fram af hverju. Annaðhvort var hótunin innantóm og merkingarlaus eða ekki meirihluti meðal Pírata fyrir því að leggja tillögu um vantraust fram,“ skrifar þingmaðurinn.

Víkverji hallast að því að upprifjun Óla Björns á hótanapólitík Pírata sé þörf áminning og að sjóræningjaflokkurinn skuldi a.m.k. eigin kjósendum skýringu á því hvers vegna ekki er staðið við stóru orðin.

D igrar yfirlýsingar um væntanlegt vantraust á ráðherra og ríkisstjórnir endurspegla óþol gagnvart andstæðum skoðunum og hugmyndum. Í þingsal er því haldið fram að þingmenn sem ekki taka undir með ræðumanni, séu fulltrúar „gamla Íslands“ og „gamla kerfisins,“ skrifar Óli Björn.

Hann bendir á vægðarlesyi samfélagsmiðla þar sem ráðist sé á einstaklinga samkvæmt nýjum reglum óþolsins. Orðfærið sé hart, óvægið og oft taumlaust: bófi, glæpamenn, siðblindingi, föðurlandssvikari, fífl, mannlegt úrhrak, api, fáviti og vælandi aumingi, eru meðal þeirra orða sem Óli Björn nefnir. Víkverji telur að grein hans sé þörf áminning.