Rannsókn Lögreglumenn að störfum við verslunina eftir árásina í gær.
Rannsókn Lögreglumenn að störfum við verslunina eftir árásina í gær. — AFP
Einn maður beið bana og fjórir særðust, einn þeirra lífshættulega, í árás manns sem réðst með hnífi inn í stórmarkað í Hamborg í Þýskalandi í gær. Hann hljóp út úr versluninni en sjónarvottar veittu honum eftirför og yfirbuguðu hann.

Einn maður beið bana og fjórir særðust, einn þeirra lífshættulega, í árás manns sem réðst með hnífi inn í stórmarkað í Hamborg í Þýskalandi í gær. Hann hljóp út úr versluninni en sjónarvottar veittu honum eftirför og yfirbuguðu hann.

Lögreglan sagði að ekki hefðu komið fram upplýsingar um hvers vegna maðurinn gerði árásina. Þýska dagblaðið Bild birti mynd af árásarmanninum með blóðugan poka fyrir andlitinu í lögreglubíl eftir að hann var handtekinn. Blaðið sagði að maðurinn hefði hrópað „Allahu Akbar“ (Allah er mikill) í stórmarkaðinum. Lögreglan hafði ekki staðfest þessa frásögn í gær.

Mikill öryggisviðbúnaður hefur verið í Þýskalandi vegna hættunnar á hryðjuverkum íslamskra öfgamanna eftir árás í Berlín sem kostaði tólf manns lífið í desember.