Willibald Guggenmos
Willibald Guggenmos
Willibald Guggenmos, dómorganisti í St. Gallen í Sviss, heldur tvenna tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrimskirkju um helgina. Í dag, laugardag, kl. 12 flytur hann tónlist eftir Jean Marie Plum, Bourgeois, Garbizu, William Faulkes. Á morgun kl.

Willibald Guggenmos, dómorganisti í St. Gallen í Sviss, heldur tvenna tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrimskirkju um helgina. Í dag, laugardag, kl. 12 flytur hann tónlist eftir Jean Marie Plum, Bourgeois, Garbizu, William Faulkes. Á morgun kl. 17 leikur hann tónlist eftir Gigout, Dupont, Bach, Dupré, Pierre Cochereau og Vierne.

„Guggenmos lauk þremur M.Mus-gráðum frá Tónlistarháskólunum í Augsburg og í München í Þýskalandi, í píanóleik, stjórnun og í orgelleik. Frá 2004 hefur hann verið dómorganisti í St. Gallen í Sviss. Áður var hann 17 ár við St. Martin-kirkjuna í Wangen í Allgäu og í þrjú ár organisti við dómkirkjuna í München. Til hliðar við organistastarfið hefur hann verið eftirsóttur orgelleikari víða um Evrópu og Ameríku, í Austurlöndum fjær, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, við fræg orgel í dómkirkjum og tónleikasölum,“ segir í tilkynningu.

Miðar eru seldir á midi.is og við innganginn klukkustund fyrir tónleika. Miðaverð 2.000 kr. á hádegistónleika en 2.500 kr. á sunnudagstónleikana sem eru 60 mín. langir.