Fiskveiðar Hjá HB Granda og Síldarvinnslunni eru menn þegar farnir að veiða makríl og má búast við að veiðarnar standi fram í september.
Fiskveiðar Hjá HB Granda og Síldarvinnslunni eru menn þegar farnir að veiða makríl og má búast við að veiðarnar standi fram í september. — Ljósmynd/HB Grandi
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Ég er ekki með nýjustu tölur en veiðarnar hafa gengið vel hjá okkur,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, spurður út í yfirstandandi makrílveiðar þeirra.

Vilhjálmur A. Kjartansson

vilhjalmur@mbl.is

„Ég er ekki með nýjustu tölur en veiðarnar hafa gengið vel hjá okkur,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, spurður út í yfirstandandi makrílveiðar þeirra.

Sömu sögu er að segja af Síldarvinnslunni, en Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu Síldarvinnslunnar, segir í samtali við Morgunblaðið makrílveiðarnar nýhafnar og erfitt sé að segja mikið um gang þeirra að svo stöddu. „Veiðarnar voru bara að hefjast hjá okkur og munu standa fram í miðjan september, en við fyrstu sýn ætlar þetta að verða gott.“

Makríll sem veiddur er við Ísland er að mestu seldur til Austur-Evrópu að sögn Jóns Helgasonar hjá HB Granda og er eftirspurnin mikil.

„Það er alltaf mikil eftirspurn eftir makríl og mikið spurt um hann hjá okkur. Síðan er þetta bara spurning um að setjast niður og semja um verð,“ segir Jón.