Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson fæddist árið 1973. Í maí á þessu ári varð hann fyrstur Íslendinga til að klífa tindinn Lhotse í Himalajafjallgarðinum, sem er 8.516 metra hár og fjórða hæsta fjall heims.
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson fæddist árið 1973. Í maí á þessu ári varð hann fyrstur Íslendinga til að klífa tindinn Lhotse í Himalajafjallgarðinum, sem er 8.516 metra hár og fjórða hæsta fjall heims. Í gær varð hann fyrstur Íslendinga, og einn fárra í heiminum, til að klífa tindinn K2, sem er 8.611 metra hár og talinn eitt erfiðasta fjall heims þegar klifur er annars vegar. Leiðangurinn á K2 hófst í byrjun júní og hefur því staðið yfir í tæpa 60 daga. Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári Schram fylgir John Snorra eftir, en hann vinnur að heimildarmynd um kappann og leiðangurinn á tindinn.