Danskt meistarastykki.

Danskt meistarastykki. S-Enginn

Norður
Á7
K43
1083
ÁDG95

Vestur Austur
8632 D95
D965 G
D KG97654
8743 102

Suður
KG104
Á10872
Á2
K6

Suður spilar 6.

Hvernig á að komast hjá því að gefa tvo slagi á tromp? Það er gátan sem lesandinn fær til úrvinnslu á opnu borði. Útspil: tíguldrottning.

Slemma var sögð á báðum borðum í leik Dana og Serba á EM yngri spilara. Serbneski sagnhafinn tók strax tvo efstu í trompi og játaði sig sigraðan þegar legan sannaðist. Daninn Victor Todd-Moir taldi sig hafa ástæðu til að óttast slæma tromplegu. Austur hafði meldað 4 í miðjum sagnklíðum og slíkt gera aðeins „fórnfúsir“ menn með mikla skiptingu.

Todd-Moir drap á Á og spilaði hjarta á kóng – og gosinn féll. Todd lét þá trompið bíða. Tók tvo efstu í spaða og stakk spaða – og drottningin féll. Framhaldið lá í loftinu: lauf á kóng, G tekinn, tígli hent í hálauf og lauf trompað. Þá voru þrjú spil á hendi: Á108 í suður og D96 í vestur. Todd spilaði litlu trompi og lagði upp.