Hin sívinsæla hljómsveit Stuðmenn vermir nú toppsæti vinsældalista Rásar 2 með nýja laginu Vorið. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hljómsveitin trónir á toppi íslenskra vinsældalista, en lög á borð við Dýrin í Týról, Út á stoppistöð, Strax í dag, Í bláum skugga, Tætum og tryllum, Hveitibjörn, Íslenskir karlmenn, Franskar, Ástardúett, Ofboðslega frægur og Manstu ekki eftir mér hafa öll náð miklum vinsældum hér á landi í gegnum tíðina.
Nýtt lag Stuðmanna er sungið af Dísu, Bryndísi Jakobsdóttur, en hún er dóttir stuðmannanna Jakobs Frímanns Magnússonar og Ragnhildar Gísladóttur, fyrrverandi söngkonu hljómsveitarinnar.
ernayr@mbl.is