„Verið er að setja alveg nýtt gervigras á Akraneshöllina, en það gamla var úr sér gengið og ónýtt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, en nýja grasið er vottað af FIFA og stenst staðalinn „Fifa Quality pro field...

„Verið er að setja alveg nýtt gervigras á Akraneshöllina, en það gamla var úr sér gengið og ónýtt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, en nýja grasið er vottað af FIFA og stenst staðalinn „Fifa Quality pro field test“.

„Við lögðum upp með að fá gras í hæsta gæðaflokki enda skiptir það íþróttafólk bæjarins miklu máli að æft og keppt sé við bestu aðstæður,“ bætir Sævar við.

Ekki er notað dekkjakurl í nýja grasið líkt og finna má í eldra grasinu. Þess í stað er notast við silical-sand og hreint gúmmíkurl. Þá verður skipt um ljósabúnað í höllinni, en nýja grasið kostar um 38 milljónir.