Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék með fyrirferðarmikla grímu á andlitinu þegar Ísland sigraði Belgíu í vináttulandsleiknum á fimmtudagskvöldið.

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék með fyrirferðarmikla grímu á andlitinu þegar Ísland sigraði Belgíu í vináttulandsleiknum á fimmtudagskvöldið. Gríman á að verja nefið en Haukur varð fyrir því að nefbrotna undir lok keppnistímabilsins í Frakklandi í vor.

Haukur kemur til með að nota grímuna á æfingum og í leikjum næstu vikurnar en ætti að vera laus við hana á EM í Helsinki.

Ísland mætir Belgíu öðru sinni á Akranesi í dag og hefst leikurinn klukkan 17. kris@mbl.is