Oddný Steina Valsdótti
Oddný Steina Valsdótti
„Við erum að reyna að koma í veg fyrir að yngsta kynslóð sauðfjárbænda verði rústuð. Fyrir mörg svæði á landinu myndu hugmyndir Kjarnafæðis þýða efnahagshrun. Þetta er grafalvarlegt mál.

„Við erum að reyna að koma í veg fyrir að yngsta kynslóð sauðfjárbænda verði rústuð. Fyrir mörg svæði á landinu myndu hugmyndir Kjarnafæðis þýða efnahagshrun. Þetta er grafalvarlegt mál. Ég held að sveitarstjórnir víða um land hljóti að fara að hugsa sinn gang, vegna stöðunnar,“ segir Oddný Steina.

Hún segir að verið sé að vinna að aukinni markaðssókn erlendis, sem gætu bráðlega skilað einhverjum árangri. „En það er ekkert í hendi með það til skamms tíma, að það verði til þess að bjarga þeirri stöðu sem við erum í nú. Gangi þau áform eftir mun greinin geta vaxið og dafnað á ný.“