Snjallir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson.
Snjallir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson. — Morgunblaðið/Skapti
Ríkissjónvarpið hefur einstaka sinnum boðið upp á beina útsendingu af leiksviði. Nýverið var Með fulla vasa af grjóti sent heim í stofu, beint úr Þjóðleikhúsinu, og minnisstæð er kvöldstundin þegar hin frábæra sýning Englar alheimsins var á skjánum.

Ríkissjónvarpið hefur einstaka sinnum boðið upp á beina útsendingu af leiksviði.

Nýverið var Með fulla vasa af grjóti sent heim í stofu, beint úr Þjóðleikhúsinu, og minnisstæð er kvöldstundin þegar hin frábæra sýning Englar alheimsins var á skjánum.

Mjög þakkarvert framtak RÚV og vel heppnað.

Á fjölunum er nú sýning sem á erindi til allra landsmanna. Ástæða er til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að sjá hana – þorri landsmanna er reyndar svo ljónheppinn að „þurfa“ að skreppa til Akureyrar, því þar er verkið sýnt; Kvenfólk, eftir Hund í óskilum og (að langmestu) í flutningi þess óborganlega dúetts.

Öllum er ljóst að kvenfólk ber á margan hátt skarðan hlut frá borði þegar Íslandssagan er sögð. Voru ekki annars konur hér líka? Hundur í óskilum, Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, spyr í leikskrá: Hvernig viðhélst byggð í landinu í 1000 ár?

Sýningin er fyndin en að sama skapi sorgleg. Háðið er í fyrirrúmi en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Er RÚV til í tuskið? N4? Eða bara hvaða femíníska sjónvarpsstöð sem er.

Íslensk þjóð þarf að sjá sýninguna sem fyrst. Ef ekki fyrir kosningarnar nú í október þá fyrir alþingiskosningar á næsta ári ...

Skapti Hallgrímsson

Höf.: Skapti Hallgrímsson