Fleiri íslensk börn á leik- og grunnskólaaldri fá ávísuð tauga- og geðlyf en jafnaldrar þeirra í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Fleiri íslensk börn á leik- og grunnskólaaldri fá ávísuð tauga- og geðlyf en jafnaldrar þeirra í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þetta kemur fram á vef landlæknisembættisins en niðurstöðurnar eru byggðar á lyfjagagnagrunni Íslands og hinna Norðurlandaþjóðanna. Á Íslandi er fleiri einstaklingum yngri en fimm ára ávísað lyfjum úr öllum flokkum geðlyfja fyrir utan ADHD-lyf hjá stúlkum. Nærri þrefalt fleiri drengir og stúlkur í þessum aldurshópi fá ávísuð róandi og kvíðastillandi lyf á Íslandi en jafnaldrar þeirra hjá hinum norrænu þjóðunum. Tvöfalt fleiri drengir og fjórfalt fleiri stúlkur fá ávísaða ópíóíða (sterk verkjalyf) á Íslandi.

Grunnskólabörnin skera sig úr

Hjá grunnskólabörnum sker Ísland sig enn meira úr Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Um tuttugufalt fleiri börn fá ávísuð þunglyndislyf hér á landi, bæði meðal drengja og stúlkna. Þá er þrettán sinnum fleiri drengjum og átján sinnum fleiri stúlkum ávísað geðrofslyfjum á Íslandi en í Svíþjóð. mhj@mbl.is