Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, segir að könnunin gefi örlítið skakka mynd af fylgi Sjálfstæðisflokksins þar sem enn sé verið að spyrja hvort fólk ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk sem þriðju...
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, segir að könnunin gefi örlítið skakka mynd af fylgi Sjálfstæðisflokksins þar sem enn sé verið að spyrja hvort fólk ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk sem þriðju spurningu. „Það var byrjað að nota hana þegar Sjálfstæðisflokkurinn var með um og yfir 40% fylgi. Það var aðallega til þess að fækka þeim sem voru óákveðnir. Þeir sem voru óákveðnir vissu yfirleitt hvort þeir ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkana en þetta hefur breyst mikið,“ segir Guðbjörg.