Þorsteinn Sæmundsson, fv. þingmaður Framsóknarflokksins, skipar efsti sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, en listinn var tilkynntur í gær. Í öðru sæti er Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur og hún hefur m.a. verið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga.
Fram hefur komið í Morgunblaðinu að Bergþór Ólason er oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fv. borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í Reykjavíkurkjördæmi norður. Á eftir Bergþóri í öðru sæti er Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður í Stykkishólmi, og í öðru sæti á eftir Guðfinnu er Guðlaugur G. Sverrisson, fv. formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, sem sat m.a. í stjórn OR og RÚV fyrir Framsóknarflokkinn.