Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, höfundur nýútkominnar bókar, Allt þetta fólk - Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 , mun lesa upp úr henni og fylgja henni þannig úr hlaði í Bíldudalskirkju í dag kl. 13.

Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, höfundur nýútkominnar bókar, Allt þetta fólk - Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 , mun lesa upp úr henni og fylgja henni þannig úr hlaði í Bíldudalskirkju í dag kl. 13.30, í Ísafjarðarkirkju á morgun eftir messu og í Dómkirkjunni kl. 16 á miðvikudaginn, 18. október.

Vestfirska forlagið gefur bókina út en í henni fjallar Jakob um hið mannskæða sjóslys, Þormóðsslysið, en í því fórst 31 maður og flestir frá Bíldudal, með vélskipinu Þormóði, við Garðskaga í fárviðri. „Líf heillar byggðar og flestra fjölskyldna þar gjörbreyttist og bar merki þess uppfrá því. Einstaklingar lifðu í skugga slyssins og báru á sál sinni sár sem aldrei greru um heilt,“ segir í tilkynningu um bókina og að saga þessa fólks og örlaga þess birtist í bókinni. Jakob hafi lifað með þessum minningum og að hvatningu úr hópi þeirra 56 barna sem fólkið lét eftir sig og þeirra mörgu barnabarna sem af því eru komin hafi hann ritað bókina.