Brunarústir Heilu íbúðahverfin brunnu til kaldra kola í borginni Santa Rosa sem er með um 175.000 íbúa.
Brunarústir Heilu íbúðahverfin brunnu til kaldra kola í borginni Santa Rosa sem er með um 175.000 íbúa. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Að minnsta kosti 31 maður lét lífið í gróðureldum sem geisað hafa í Kaliforníu frá því á sunnudag. Enn er ekki vitað um afdrif 400 manna en talið er að einhverjir þeirra hafi komist lífs af án þess að hafa látið vita af sér. Alls hafa rúmlega 3.

Að minnsta kosti 31 maður lét lífið í gróðureldum sem geisað hafa í Kaliforníu frá því á sunnudag. Enn er ekki vitað um afdrif 400 manna en talið er að einhverjir þeirra hafi komist lífs af án þess að hafa látið vita af sér.

Alls hafa rúmlega 3.500 hús eyðilagst, m.a. 2.800 íbúðarhús í borginni Santa Rosa þar sem heilu hverfin urðu eldunum að bráð. Um 25.000 manns hafa þurft að flýja heimili sitt í Sonoma-sýslu einni.

Um 76.000 hektarar gróðurlendis hafa brunnið. Nær 8.000 slökkviliðsmenn taka þátt í slökkvistarfinu. Þeir nota 820 slökkvibíla, þar af 170 frá öðrum ríkjum, 73 þyrlur og um 30 tankflugvélar. Hundar eru notaðir til að leita að líkamsleifum en sumir þeirra, sem urðu eldunum að bráð, brunnu svo illa að ekki verður hægt að bera kennsl á þá.