Minningarbrot Myndlistakonan Erla Axels opnar sýningu á nýjum verkum í dag.
Minningarbrot Myndlistakonan Erla Axels opnar sýningu á nýjum verkum í dag.
Myndlistakonan Erla Axels opnar sýningu á nýjum verkum unnum í blandaða tækni í Hannesarholti í dag kl. 14.

Myndlistakonan Erla Axels opnar sýningu á nýjum verkum unnum í blandaða tækni í Hannesarholti í dag kl. 14. Um sýninguna segir Erla: „Í fjarlægð sé ég ofursmá hús í birtu borgarmarkanna og þegar ég lít mér nær sé ég mosann, grágrýtissprungur og breytileg jarðlög í klettum“. Hún kýs að nefna sýninguna Vangaveltur , sem vísan í minningarbrot frá bernsku.

Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 11.30 til 17 og til kl. 22 á fimmtudögum. Hún stendur í fjórar vikur. Kór undir stjórn Margrétar Pálma mætir kl. 16 í dag og tekur nokkur lög.