Hætt Osta og smjörsalan var síðast til húsa við Bitruháls í Reykjavík.
Hætt Osta og smjörsalan var síðast til húsa við Bitruháls í Reykjavík. — Morgunblaðið/Ómar
Unnið er að því að slíta sameignarfélaginu Osta- og smjörsölunni. Félagið hefur ekki verið starfandi frá því í ársbyrjun 2007 að það var sameinað Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar.

Unnið er að því að slíta sameignarfélaginu Osta- og smjörsölunni. Félagið hefur ekki verið starfandi frá því í ársbyrjun 2007 að það var sameinað Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar.

Egill Sigurðsson, formaður stjórnar, tekur fram að slit félagsins séu formsatriði. Það eigi engar eignir og skuldi engum neitt því Mjólkursamsalan hafi tekið yfir öll réttindi þess og skyldur á árinu 2007. Hann segir að því fylgi kostnaður og umstang að halda félagi lifandi og því hafi verið ákveðið að slíta því. Auglýst er eftir kröfum í Lögbirtingablaðinu.

Osta- og smjörsalan var stofnuð á árinu 1958. Hún annaðist pökkun á osti og smjöri og markaðssetti fyrir mjólkursamlögin í landinu. Samlögin áttu félagið í hlutfalli við innlegg þeirra. Eftir sameiningar mjólkursamlaga voru Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga einu eigendur félagsins. helgi@mbl.is