Fjölmargir keppnistengdir raunveruleikaþættir hafa verið á boðstólum ljósvakamiðla um árabil en meðal þeirra stærstu og vinsælustu er „The Voice“. Sá þáttur hefur notið vinsælda víðsvegar um heim og er Bretland þar engin undantekning.
Fjölmargir keppnistengdir raunveruleikaþættir hafa verið á boðstólum ljósvakamiðla um árabil en meðal þeirra stærstu og vinsælustu er „The Voice“. Sá þáttur hefur notið vinsælda víðsvegar um heim og er Bretland þar engin undantekning. „The Voice“ snýr aftur þar í landi á næsta ári en nú þegar er búið að fullskipa dómnefndina. Tilkynnt var í vikunni að söngvarinn Olly Murs myndi setjast í fjórða dómarasætið en áður var búið að staðfesta tónlistarmanninn will.i.am, goðsögnina Tom Jones og söngkonuna Jennifer Hudson.