Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs.

Þetta kemur fram í greiningu Ríkisskattstjóra fyrir Morgunblaðið.

Þar kemur fram að lægsta þrepið í tekjuskattinum skilaði 150,3 milljörðum í fyrra. Til samanburðar skilaði milliþrepið 5,4 milljörðum og efsta þrepið 4,9 milljörðum. Hlutfall þessara tveggja þrepa var 3,3 og 3% af samanlögðum tekjuskatti í fyrra.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir þessar tölur í takt við þá niðurstöðu OECD að óvíða sé tekjujöfnuður meiri en á Íslandi. Það birtist í því að tvö efstu skattþrepin skili ekki meira. Skattheimta sé ein sú mesta innan OECD.

Páll Kolbeins, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, segir tekjuskattinn fylgja hagsveiflunni. Af því leiðir að fjölgun starfa og söguleg kaupmáttaraukning hafa breikkað þennan skattstofn á síðustu árum.

Mikil fjölgun
» Árið 2009 greiddu 157.345 einstaklingar tekjuskatt.
» Til samanburðar greiddu 199.697 einstaklingar tekjuskatt í fyrra. Það samsvarar 27% fjölgun greiðenda.