Hjallakirkja.
Hjallakirkja.
Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Hjallakirkju í Kópavogi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Skipað er í embættið frá 1. desember nk. til fimm ára. Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember næstkomandi.

Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Hjallakirkju í Kópavogi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Skipað er í embættið frá 1. desember nk. til fimm ára. Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember næstkomandi.

Núverandi sóknarprestur Hjallaprestakalls er séra Sigfús Kristjánsson. Hann var nýlega ráðinn verkefnisstjóri fræðslu- og kærleiksþjónustu á Biskupsstofu. Starfið var auglýst laust til umsóknar í júlí sl. og voru umsækjendur 20 talsins. Séra Sigfús mun hefja störf á Biskupsstofu eftir 1. nóvember nk.

Prestur Hjallakirju er séra Karen Lind Ólafsdóttir. sisi@mbl.is