Hinn 21 árs gamli Elvis Presley kom við á bensínstöð í Memphis á þessum degi árið 1956. Fljótt hópaðist að honum fólk sem vildi eiginhandaráritun.
Hinn 21 árs gamli Elvis Presley kom við á bensínstöð í Memphis á þessum degi árið 1956. Fljótt hópaðist að honum fólk sem vildi eiginhandaráritun. Eftir að hafa ítrekað beðið Elvis að færa sig svo fleiri kæmust að dælunum sló stöðvarstjórinn Ed Hopper hann létt í höfuðið. Elvis svaraði fyrir sig með höggi í andlit Hoppers. Starfsmaðurinn Aubrey Brown reyndi að koma yfirmanni sínum til hjálpar en hafði ekki roð við Elvis. Kalla þurfti til lögreglu og voru Hopper og Brown dæmdir til að borga sekt fyrir líkamsárás.