Sigrún Lovísa Sigurðardóttir fæddist á Ísafirði 28. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 7. október 2017.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, f. 22. mars 1896 á Kleifum, Ísafirði, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 2. sept. 1895 á Þæfusteini, Hellissandi.
Sigrún giftist Herði Bergþórssyni, f. 30. nóv. 1922, d. 10. nóv. 1986, sjómanni frá Akureyri, 5. júní 1954. Þau eignuðust eina dóttur, Olgu, f. 3. júní 1960, d. 11. ágúst 1998. Olga eignaðist einn son, Róbert Alexander, f. 3. nóvember 1992.
Útför Sigrúnar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 18. október 2017, klukkan 13.
Elsku amma.
Það fylgir því viss friður að vita af þér með þínum nánustu aftur.
Sorgin sem fylgir þessum tímamótum er þó ekkert minni, en við huggum okkur við að pabbi hefur eflaust tekið vel á móti þér ásamt Olgu frænku og Herði.
Okkur systrum þykir afar vænt um þig og allt sem þú gerðir fyrir okkur, það geta ekki allir fetað svona vel í fótspor ömmu Guðrúnar en það gerðir þú og rúmlega það.
Við vonum að það sé bjart yfir og allt um kring hjá ykkur þar til við sjáumst aftur.
Þínar ömmustelpur,
Ásdís Ýr og Kolbrún Ýr Ólafsdætur.
Seinni árin bjó hún á Skúlagötunni og þar gat hún sótt hannyrðir og dans sem hún hafði sérstaklega gaman af. Þegar heilsan gaf sig fluttist hún í Skógarbæ og bjó þar til yfir lauk en þar var sérstaklega vel hugsað um hana og starfsfólkið þar á miklar þakkir skildar fyrir góða umönnun. Hvíl í friði.
Sigrún Tryggvadóttir og Björn Jóhannsson.