Flugvél Icelandair sem var á leið frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í gærmorgun. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar var vélinni lent í Glasgow í Skotlandi. Forsvarsmenn Icelandair staðfestu í samtali við...
Flugvél Icelandair sem var á leið frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í gærmorgun.
Samkvæmt vefsíðunni Flightradar var vélinni lent í Glasgow í Skotlandi.
Forsvarsmenn Icelandair staðfestu í samtali við mbl.is að vélinni hefði verið lent vegna farþega sem þurfti á brýnni læknisaðstoð að halda. Þegar honum hafði verið komið undir læknishendur í Glasgow var þotan fyllt af eldsneyti og henni flogið áfram til München.