Liðug Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði liðkar sig til á æfingunni í gær.
Liðug Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði liðkar sig til á æfingunni í gær. — Ljósmynd/KSÍ
Allir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu voru með á æfingu liðsins þegar það æfði í Wiesbaden í Þýskalandi í gær, í aðdraganda stórleiks Íslands og Þýskalands í undankeppni HM. Liðin mætast á föstudag kl.

Allir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu voru með á æfingu liðsins þegar það æfði í Wiesbaden í Þýskalandi í gær, í aðdraganda stórleiks Íslands og Þýskalands í undankeppni HM. Liðin mætast á föstudag kl. 14 að íslenskum tíma í leik sem gæti haft mikið að segja um möguleika þjóðanna á að komast á HM.

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið að allir leikmenn væru heilir heilsu en hann valdi tuttugu leikmenn í ferð landsliðsins til Þýskalands og Tékklands, þar sem liðið spilar næsta þriðjudag. Átján leikmenn verða svo valdir í hvorn leik fyrir sig.

Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 8:0, í eina leik sínum til þessa í undankeppninni en Þýskaland hefur unnið Slóveníu 6:0 og 1:0-útisigur á Tékkum. sindris@mbl.is