Ívar Örn Jónsson
Ívar Örn Jónsson
Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu karla halda áfram að safna liði fyrir næstu leiktíð en í gær skrifaði bakvörðurinn Ívar Örn Jónsson undir þriggja ára samning við Hlíðarendafélagið, degi eftir að sóknarmaðurinn Ólafur Karl Finsen kom til liðsins frá...

Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu karla halda áfram að safna liði fyrir næstu leiktíð en í gær skrifaði bakvörðurinn Ívar Örn Jónsson undir þriggja ára samning við Hlíðarendafélagið, degi eftir að sóknarmaðurinn Ólafur Karl Finsen kom til liðsins frá Stjörnunni.

Ívar er 23 ára gamall og kemur til Valsmanna frá Víkingi Reykjavík sem hann hefur leikið með frá árinu 2013 en hann er uppalinn HK-ingur sem lék með liðinu í 1. og 2. deild árin 2011 og 2012. Ívar lék alla 22 leiki Víkings í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim 3 mörk. gummih@mbl.is