Åge Hareide
Åge Hareide
Dana og Svía bíður erfitt verkefni í umspili um sæti í lokakeppni HM í knattspyrnu, en dregið var í umspili Evrópuþjóða í gær. Danir mæta Írum og Svíar etja kappi við Ítala.

Dana og Svía bíður erfitt verkefni í umspili um sæti í lokakeppni HM í knattspyrnu, en dregið var í umspili Evrópuþjóða í gær. Danir mæta Írum og Svíar etja kappi við Ítala.

„Þetta verða erfiðir leikir en hver sem mótherjinn hefði verið var ljóst að um erfiðan mótherja yrði að ræða. En við verðum að hafa trú á okkur og ef við náum að spila okkar bestu leiki eigum við möguleika á að komast áfram,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Dana, eftir dráttinn, en fyrri leikurinn fer fram á Parken í Kaupmannahöfn.

Króatar, sem urðu í öðru sæti á eftir Íslendingum í riðlakeppninni, mæta Grikkjum og Norður-Írar etja kappi við Svisslendinga. Leikirnir fara fram 9.-11. nóvember og 12.-14. nóvember.

gummih@mbl.is