Nú síðast í tengslum við viðureign FH og St. Pétursborgar í EHF-keppninni á dögunum. Rússarnir kærðu sem kunnugt er framkvæmd leiksins, því eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins kunni ekki reglurnar. Í stað þess að fara beint í vítakeppni eftir að ekki náðist að útkljá seinni leikinn á 60 mínútum hélt hann að ætti að framlengja. Þetta væri alveg sprenghlægilegt ef það væri ekki svona sorglegt.
En jæja , svona stendur málið og niðurstöðu að vænta í dag um hvort liðið verður úrskurðaður sigurvegari. Áfram gakk segir EHF, sem dró í næstu umferð keppninnar í gær þar sem kom í ljós hvaða andstæðingur biði annaðhvort FH eða St. Pétursborgar í næstu umferð. En það var enn eitt bíóið.
Venjan er að draga í beinni útsendingu, hvort sem er í handbolta, fótbolta, körfubolta eða öðru, og jafnvel hafa lifandi lýsingu á Twitter eða öðrum lifandi vettvangi. En nei, vegna tæknilegra örðugleika í höfuðstöðvum EHF í Vín í Austurríki seinkaði drættinum.
Að auki var ekki hægt að hafa beina útsendingu og ekki sagt frá hverri viðureign fyrir sig á meðan dregið var. Það var því dregið nánast fyrir luktum dyrum og niðurstaðan svo gerð opinber þegar hún var ljós í heild sinni.
Hvenær verður hægt að taka handknattleikshreyfinguna trúanlega ?