Í höfn Margt fólk fer í gegnum Seyðisfjörð á ferjudögum.
Í höfn Margt fólk fer í gegnum Seyðisfjörð á ferjudögum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar.

„Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Bílferjan Norræna kom ekki til hafnar á Seyðisfirði í þessari viku vegna bilunar.

Arnbjörg segir að stór hluti farþega á þessum árstíma séu skemmtiferðalangar sem komi við á Seyðisfirði, fari í stuttar ferðir í Mývatnssveit eða um Austfirði, gisti um borð í skipinu og fari aftur með því. Einnig sé enn nokkuð um erlenda og innlenda ferðamenn sem komi eða fari með bíla sína.

Hún telur að bilunin komi verst við fiskútflytjendur. Margir stíli inn á að flytja ferskan fisk til Evrópu með Norrænu, meðal annars laxeldisfyrirtæki á Vestfjörðum.

helgi@mbl.is