Flugvél Primera Air Nordic var í gær snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin var á leiðinni til Keflavíkur. Skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar.

Flugvél Primera Air Nordic var í gær snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin var á leiðinni til Keflavíkur. Skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante.

Önnur vél var send út að sækja farþegana, segir í tilkynningu frá Primera Air. Eftir lendinguna í Alicante í gær var farþegum boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði og var áætlað að fljúga til Keflavíkur kl. 5 að staðartíma í morgun.