Sigur Liðsmaður Sýrlensku lýðræðisaflanna með fána bandalagsins í Raqqa.
Sigur Liðsmaður Sýrlensku lýðræðisaflanna með fána bandalagsins í Raqqa. — AFP
Bandalag kúrdískra og arabískra hreyfinga sagðist í gær hafa náð borginni Raqqa í Sýrlandi á sitt vald eftir átök við liðsmenn Ríkis íslams, samtaka íslamista.

Bandalag kúrdískra og arabískra hreyfinga sagðist í gær hafa náð borginni Raqqa í Sýrlandi á sitt vald eftir átök við liðsmenn Ríkis íslams, samtaka íslamista.

Borgin hafði verið á valdi samtakanna í þrjú ár og þau lýstu henni sem höfuðborg „kalífadæmis“ sem þau stofnuðu á yfirráðasvæðum sínum í Sýrlandi og Írak. Þúsundir erlendra íslamista fóru til borgarinnar í því skyni að berjast með samtökunum.

Nokkrir vopnaðir hópar Kúrda og araba stofnuðu bandalagið, sem nefnist Sýrlensku lýðræðisöflin, fyrir tveimur árum. Það hefur notið stuðnings Bandaríkjahers, sem hefur séð því fyrir vopnum og hjálpað liðsmönnum þess með lofthernaði og árásum sérsveita. Bandalagið hefur nú hrakið liðsmenn Ríkis íslams frá rúmlega 8.000 ferkílómetra landsvæði. Samtökin hafa misst um 87% svæðanna sem þau höfðu á valdi sínu árið 2014, að sögn bandalagsins.