Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason og Guðmundur Kristjánsson eru á góðri leið með að komast upp í norsku úrvalsdeildina í knattspyrnu með liði sínu Start. Þeir fögnuðu 4:2-sigri á Ranheim á heimavelli í gær og eru í 2. sæti 1.

Kristján Flóki Finnbogason og Guðmundur Kristjánsson eru á góðri leið með að komast upp í norsku úrvalsdeildina í knattspyrnu með liði sínu Start. Þeir fögnuðu 4:2-sigri á Ranheim á heimavelli í gær og eru í 2. sæti 1. deildarinnar með 52 stig, fjórum stigum á undan næsta liði en tvö lið fara beint upp. Þrjár umferðir eru eftir og mætir Start botnliði Arendal í næstu umferð.

Bodö/Glimt, lið Olivers Sigurjónssonar, hefur þegar tryggt sér efsta sæti. sport@mbl.is