Fyrstu tónleikar starfsársins í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, Töfrar næturinnar, fara fram í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.
Fyrstu tónleikar starfsársins í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, Töfrar næturinnar, fara fram í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Fram koma gestir frá Danmörku, píanistinn Katrine Gislinge og tónskáldið Bent Sørensen, og á efnisskránni eru Tunglskinssónata Beethovens, Impromptu nr. 2, 3 og 4 eftir Schubert og 6 noktúrnur eftir Sørensen, en hann hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1996. Gislinge hefur verið í fremstu röð danskra píanista í um tvo áratugi.