Daði Laxdal Gautason er kominn aftur í herbúðir Gróttu eftir að hafa leikið í Noregi, fyrst með Stord og svo efstudeildarliði Kolstad, frá því í fyrrahaust. Daði skoraði 93 mörk fyrir Gróttu tímabilið 2015-2016 þegar liðið endaði í 5.
Daði Laxdal Gautason er kominn aftur í herbúðir Gróttu eftir að hafa leikið í Noregi, fyrst með Stord og svo efstudeildarliði Kolstad, frá því í fyrrahaust. Daði skoraði 93 mörk fyrir Gróttu tímabilið 2015-2016 þegar liðið endaði í 5. sæti og komst auk þess í bikarúrslit.
Daði samdi við Gróttu til tveggja ára en ljóst er að þessi 23 ára gamla skytta kemur til með að styrkja Gróttuliðið sem hefur átt erfitt uppdráttar á þessari leiktíð. Liðið er enn án stiga á botni Olís-deildarinnar eftir sex umferðir en mætir næst Aftureldingu á sunnudag.