Hús Hæstiréttar.
Hús Hæstiréttar.
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni til 7. nóvember vegna hnífstunguárásar í Æsufelli í Breiðholti 3. október. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að kærði viðurkenni að hafa stungið brotaþola.

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni til 7. nóvember vegna hnífstunguárásar í Æsufelli í Breiðholti 3. október.

Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að kærði viðurkenni að hafa stungið brotaþola. Hann sagðist hafa farið að húsi brotaþola í þeim tilgangi að hitta hann og stinga. Fyrst voru þrír menn í varðhaldi vegna málsins en tveimur þeirra hefur verið sleppt.