Númer tvö og þrjú. A-AV
Norður | |
♠102 | |
♥G83 | |
♦9732 | |
♣G1087 |
Vestur | Austur |
♠74 | ♠K965 |
♥9765 | ♥KD102 |
♦ÁG | ♦864 |
♣KD543 | ♣Á2 |
Suður | |
♠ÁDG83 | |
♥Á4 | |
♦KD105 | |
♣96 |
Suður spilar 2♠ doblaða.
Svíarnir Peter Bertheau og Fredrik Wrang unnu tvímenning Norðurljósamótsins á Siglufirði. Þeir koma þó ekkert við sögu í spili dagsins. Það gera hins vegar pörin í öðru og þriðja sæti – feðgarnir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson, sem urðu númer tvö (eins og í fyrra), og Jón Baldursson og Sigurbjörn (Bessi) Haraldsson, sem urðu þriðju (en unnu í fyrra).
Snorri opnaði í austur á veiku grandi (12-14), Bessi doblaði og hraktist eftir krókaleiðum í 2♠ doblaða. Út kom ♣K og meira lauf á ásinn. Síðan ♥K. Sókn eða vörn?
Bessi dúkkaði ♥K (!) og Snorri skipti yfir í tígul – óttaðist ♥Áxx hjá sagnhafa. Þetta „tempó“ forðaði Bessa frá helstyttingi. Hann stakk upp ♦K, Karl drap og spilaði hjarta. Bessi lagði niður ♦D (felldi gosann), spilaði svo ♠Á og spaða.
Átta slagir, 470 og toppur.