Íslenska hljómsveitin Vio og söngvaskáldið Zanzinger frá Búdapest í Ungverjalandi halda tónleika á Kex hosteli í kvöld kl. 21 og er aðgangur að þeim ókeypis. Vio vann Músíktilraunir árið 2014 og fytur sveimkennt gítarrokk.
Íslenska hljómsveitin Vio og söngvaskáldið Zanzinger frá Búdapest í Ungverjalandi halda tónleika á Kex hosteli í kvöld kl. 21 og er aðgangur að þeim ókeypis. Vio vann Músíktilraunir árið 2014 og fytur sveimkennt gítarrokk. Zanzinger er listamannsnafn söngvaskáldsins Daniels Misota, sem fjallar oft í lögum sínum um breyskleikann sem felst í því að vera manneskja.