Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir farið að hægja á fjölgun starfa. Það komi fram í því að atvinnuleysið sé hætt að minnka jafn hratt og undanfarið.
„Það er ekki eins mikil lækkun í kortunum og verið hefur. Atvinnuleysisprósentan fyrir þetta ár hefur lítið lækkað frá fyrra ári. Sjómannaverkfallið í byrjun árs kann að hafa haft einhver áhrif en það virðist almennt vera að hægja á fjölgun starfa,“ segir Karl.
Vinnumálastofnun tekur saman tölfræði yfir fjölda starfa sem eru auglýst hjá stofnuninni. Þær tölur eru gjarnan í öfugu hlutfalli við ganginn í hagkerfinu. Það vekur því athygli að starfafjöldinn er að verða svipaður og árið 2007.
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, tekur undir að hægt hafi á fjölgun starfa.
„Vissir geirar kunna enn að vera að fjölga fólki. Almennt séð er þó byrjað að hægja á hagkerfinu. Hækkun gengisins og miklar launahækkanir setja mikla hagræðingarkröfu á íslensk fyrirtæki,“ segir Ásgeir um stöðuna. 10