[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum, eins og sjá má í töflunni hér fyrir ofan. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum.

Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum, eins og sjá má í töflunni hér fyrir ofan. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um utanríkisviðskipti Íslands og þátttöku í fríverslunarviðræðum EFTA.

Í skýrslunni segir að viðskiptastefna Íslands hvað varðar álagningu tolla og vörugjalda hafi þróast í frjálsræðisátt á síðustu árum. Almennir tollar hafi verið felldir niður af fatnaði og skóm í ársbyrjun 2016 og af hvers kyns annarri iðnaðarvöru í byrjun þessa árs. Í dag er hlutfall þeirra tollskrárnúmera sem ekki bera neinn toll rétt tæplega 90%, samanborið við um 70% tollskárnúmera 2012. Almenn vörugjöld, sem lögð voru á m.a. sykur og sætindi, ýmis heimilis- og raftæki, byggingarefni og varahluti voru afnumin 2015 og í dag eru vörugjöld einungis lögð á áfengi, tóbak, ökutæki og eldsneyti.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði á fundi Félags atvinnurekenda í gærmorgun um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu að full fríverslun á milli Bretlands og Íslands væri að sínu mati æskileg en taka þyrfti tillit til ákveðinna greina landbúnaðar. Hann sagði að Ísland þyrfti að gera miklu færri fyrirvara við fríverslun en hin EFTA-ríkin, 90% utanríkisviðskipta Íslands væru án tolla samanborið við 26% hjá Evrópusambandinu. Þetta hefði komið í ljós þegar Ísland sótti um aðild að sambandinu.