Platan inniheldur 10 frumsamin jólalög.
Platan inniheldur 10 frumsamin jólalög.
Ástralska söngkonan og lagahöfundurinn Sia tilkynnti í ágústmánuði að hún væri að vinna að jólaplötu og nú hefur hún loksins ljóstrað meiru upp. Platan mun heita „Everyday Is Christmas“ og settur útgáfudagur er 17. nóvember næstkomandi.
Ástralska söngkonan og lagahöfundurinn Sia tilkynnti í ágústmánuði að hún væri að vinna að jólaplötu og nú hefur hún loksins ljóstrað meiru upp. Platan mun heita „Everyday Is Christmas“ og settur útgáfudagur er 17. nóvember næstkomandi. Hún mun innihalda 10 frumsamin jólalög sem hún samdi ásamt upptökustjóranum Greg Kurstin. Fyrsta smáskífan verður lagið „Santa's Coming for Us“ sem mun hljóma þegar nær dregur jólum. Á plötuumslaginu skartar Sia jólalegri hárkollu sem er tvílit, eins og hennar er von og vísa.