Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
„Ég hef aldrei nokkru sinni, eftir öll þessi ár í stjórnmálum, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað og allar þær fréttir sem hafa verið fluttar af mér, sem hægt er að telja í hundruðum, látið mér detta í hug að láta skerða tjáningarfrelsi...

„Ég hef aldrei nokkru sinni, eftir öll þessi ár í stjórnmálum, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað og allar þær fréttir sem hafa verið fluttar af mér, sem hægt er að telja í hundruðum, látið mér detta í hug að láta skerða tjáningarfrelsi manna eða vega að fjölmiðlafrelsinu til að fjalla um opinberar persónur eins og mig,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Hann segist þvert á móti hafa tekið þá afstöðu fyrir löngu að það fylgi einfaldlega starfinu að þola opinbera umfjöllun um nánast hvaðeina. „Það þýðir ekki að maður sé alltaf sáttur við það sem skrifað er. Þá verður maður að bregðast við og skýra og leiðrétta. Ég tel reyndar að margt hafi verið illa framsett eða slitið úr samhengi og svo framvegis, en jafnvel þótt svo sé, þá er það réttur manna og hluti af fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu að skrifa, meira að segja vondar fréttir.“

solrun@mbl.is