— Morgunblaðið/Golli
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um bætt lífskjör almennings og útrýmingu fátæktar á Íslandi.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um bætt lífskjör almennings og útrýmingu fátæktar á Íslandi. Í því felist meðal annars stuðningur ríkisins við opinbert heilbrigðiskerfi, heilbrigðan húsnæðismarkað og skólakerfi sem mæti þörfum hvers og eins. Þá þurfi einnig að huga að grunnþáttum fyrir byggðir landsins í heild sinni.

Hann segir jafnframt að ekki verði litið framhjá þeirri staðreynd að nú sé verið að kjósa í annað sinn á tveimur árum, meðal annars vegna þess að í síðustu ríkisstjórnum hafi skort á grunngildi eins og virðingu, heiðarleika og traust. 14