Greyið Villikettir eru stundum býsna illa á sig komnir þegar dýravinir og félagsmenn Dýraverndunarfélagsins Villikatta sjá aumur á þeim.
Greyið Villikettir eru stundum býsna illa á sig komnir þegar dýravinir og félagsmenn Dýraverndunarfélagsins Villikatta sjá aumur á þeim.
Skjólstæðingar Dýraverndunarfélagsins Villikatta eru kisur af öllum stærðum og gerðum, villi- og vergangskettir, kettlingar og kisur sem hafa búið við erfiðar aðstæður. Hinn 16. október sl.

Skjólstæðingar Dýraverndunarfélagsins Villikatta eru kisur af öllum stærðum og gerðum, villi- og vergangskettir, kettlingar og kisur sem hafa búið við erfiðar aðstæður. Hinn 16. október sl., á alheimskattadeginum, hrinti félagið af stað söfnun á Karolinafund fyrir húsnæði til að geta hýst kisur í neyð, kisur í leit að heimili, litla kettlinga og kettlingafullar læður. Þörfin er mjög brýn, því árlega koma félagsmenn að björgun milli tvö og þrjú hundruð katta.

Á vefsíðunni, villikettir.is, segir að villikettir séu komnir til að vera á Íslandi. Þeim hafi lítið verið sinnt fyrir utan einstaka dýravini og að viðhorf yfirvalda til þeirra hafi yfirleitt verið neikvætt og leitt til ómannúðlegra útrýmingarherferða. „Flestir villikettir eru félagsdýr og hópa sig saman á svæðum þar sem einhverja fæðu er að finna. Markmið okkar er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipulegum aðgerðum. Þar vegur þyngst að ná dýrunum, gelda og framkvæma ófrjósemisaðgerðir. [...] Fanga-gelda-skila skilar mestum árangri í að fækka villiköttum og bæta velferð þeirra,“ segir ennfremur og að félagið hafi mannúðleg sjónarmið í fyrirrúmi.

Slóðin á söfnunarsíðuna er www.karolinafund.com/project/view/1840 en á vefsíðunni villikettir.is er hægt að skrá sig í félagið og fá nánari upplýsingar.